Fréttir

Matsdagar í janúar

Hér má sjá skipulag á sjúkra og stöðuprófum í MS á janúar matsdögum

MS áfram í Gettu betur

Lið MS sigraði lið FVA eftir æsispennandi keppni í 2. umferð Gettu betur síðastliðinn föstudag. Með sigri tryggði MS sér sæti í 8 liða úrslitum sem fram fara í sjónvarpinu í febrúar. MS mætir næst Kvennaskólanum í sjónvarpssal þann 8. febrúar. Til hamingju Emma Elísa, Sigurjón Nói og Darri Þór!

Opið fyrir umsóknir á vorönn 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á vorönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Opið er fyrir umsóknir til og með 5. febrúar 2024. Sótt er um í gegnum heimasíðu skólans.

MS komst áfram í Gettu betur

MS sigraði lið Tækniskólans í 1. umferð Gettu betur í gær eftir æsispennandi keppni. Lokatölur voru 26-21, MS í vil. Næst keppir MS við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 19. janúar. Til hamingju með frábæran árangur, Darri Þór, Sigurjón Nói og Emma Elísa!

Stöðupróf 25. janúar

Fimmtudaginn 25. janúar verða haldin stöðupróf í arabísku, hollensku, lettnesku, pólsku, rússnesku, víetnömsku og þýsku í MS. Skráning og nánari upplýsingar hér.

Jólakveðja

Menntaskólinn við Sund óskar öllum nemendum, starfsfólki og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 21. desember 2023 til og með 3. janúar 2024. Skrifstofan opnar aftur 4. janúar kl. 8:00 en þá hefst líka kennsla samkvæmt stundaskrá. Njótið hátíðanna!

Dagskrá matsdaga 19. og 20. desember

Hér má sjá dagskrá matsdaga 19.-20. desember. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að vera í samskiptum við sína kennara og mæta í próf / verkefni á réttum stað og stund.

Jólafrí skrifstofu

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 21. desember 2023 til og með 3. janúar 2024. Skrifstofan opnar aftur kl. 8:00 4. janúar en þá hefst líka kennsla aftur samkvæmt stundaskrá.

MS-ingar framhaldsskólameistarar í bridge

Nemendur MS, þeir Alex Baldur og Hilmar Þórgnýr, hlutu titilinn framhaldsskólameistarar í bridge á dögunum. Við óskum þeim innilega til hamingju!

Stoðtímar í stærðfræði

Á vetrarönn verður boðið upp á stoðtíma í stærðfræði tvisvar í viku, á þriðjudögum kl. 14:40-15:40 og á fimmtudögum kl. 15-16. Tímarnir verða í stofu AÐA21 og þurfa nemendur að skrá sig fyrirfram á skrifstofu eða í tölvupósti til fagstjóra í stærðfræði (ileanam@msund.is). Við hvetjum nemendur að nýta sér stoðtímana.