STÆR3HD05(ms) - Hagfræði og diffrun

Undanfari: STÆR2HS05

Áfanginn fallar um hagnýtingu diffrunar við hagfræðileg (einkum rekstrarhagfræðileg) viðfangsefni. Áhersla lögð á rannsaka kostnaðar, tekju-og hagnaðarföll. Fjallað um jaðarhugtakið í tengslum við kostnaðar, tekju-og hagnaðarföll. Fjallað um meðalkostnaðar, -tekjur og hagnað og þá jaðarmeðalkostnað, -tekjur og hagnað. Fjallað um samfellda samsetta vexti og þannig eru vísisföll og lograföll kynnt ásamt afleiðureglum þeirra, með sérstakri áherslu á hagnýt verkefni. Í áfanganum má fjalla meðal annars um verð-eftirspurnarjöfnur, verð-framboðsjöfnur, snertla við við föll, fyrstu og aðrar afleiðu falla og hagnýtingu þeirra við lýsingu á föllum. Grafísk reiknivél notuð við teikningu og rannsókn á föllum. Önnur efni tengd hagnýtingu afleiðureiknings við hagfræði eftir atvikum. Ríka áhersla á túlkun og framsetningu niðurstaðna.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hagnýtri notkun diffrunar í viðskipta- og hagfræði o jaðargreiningu í kostnaðar- tekju og hagnaðarföllum
  • helstu afleiðureglum, þar með talin er keðjuregla.
  • öðrum völdum viðfangsefnum úr stærðfræðilegri hagfræði.

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • hagnýta notkun diffrunar á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
  • beita afleiðum í greiningu og túlkun falla
  • teikna og túlka föll, bæði með og án grafískrar reiknivélar.

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
  • geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
  • geta skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
  • geta greint, hagnýtt og sett fram upplýsingar á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau o beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræði, frumkvæði,innsæi og frumleika viðlausn verkefna og þrauta.