Hjördís Jóhannsdóttir þjónustufulltrúi og öryggistrúnaðarmaður
Jóhann G. Thorarensen tölvuumsjón og öryggistrúnaðarmaður
Gunnlaugur Ísleifsson umsjónarmaður og öryggisvörður
Helga Sigríður Þórsdóttir rektor og öryggisvörður
Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að; - taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda - kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun - fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum - vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu - gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur - fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt Nánari upplýsingar eru í reglugerð nr. 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum.
Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn. Öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn.
Skólinn gefur út handbókina 112 sem m.a. inniheldur upplýsingar og leiðbeiningar um það hvernig skuli brugðist við komi upp vá í skólanum. Þar er fjallað um hvernig skuli brugðist við ef eldur verður laus í skólanum. Jafnframt eru þar leiðbeiningar um viðbrögð við vá af völdum jarðskjálfta og vá af manna völdum. Í handbókinni 112 eru einnig upplýsingar og leiðbeiningar um fyrstu hjálp.
Skólinn gaf fyrst út handbókina 112 árið 2009. Þessi handbók tók á viðbrögðum við eldsvoða, jarðskjálftavá og annarri vá sem steðjað getur að skólanum . Einnig var þar að finna fræðslu um slökkvitæki og fyrstu hjálp og rýmingaráætlun skólans. Lista yfir öryggisventla hvers árs má sjá hér til hliðar.
Smellið á myndina til að nálgast 112 bókina
Skyndihjálparnámskeið verður haldið á matsdögum í nóvember 2024
Stefnt að því að starfsmenn fari eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti á skyndihjálparnámskeið.
Halda rýmingaræfingu í byrjun okt og aftur í lok mars.
Uppfæra og yfirfara áhættumat starfa skv. stöðlum vinnueftirlitsins.