Undanfari: STÆR3HE05
Tvinntalnamengi og diffurjöfnur: Tvinntalnamengi C, skilgreining og reiknireglur í C, tvinntalna planið, rétthyrnd og pólform tvinntalna, jöfnur og margliður yfir C. 1.raðar diffurjöfnur, aðgreinanlegar óhliðraðar diffurjöfnur, 2. raðar diffurjöfnur.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
- skilgreiningu tvinntalna mengi og samoku tvinntölu, túlkun tvinntalna sem þunkta í rétthyrndum hnitum
- samlagning og margföldun tvinntalna, skilgreiningu á rétthyrndu og pórlformi tvinntalna
- De Moivre reglu og rætur tvinntalna
- margliður yfir tvinntalnamengi C, jöfnunum yfir tvinntalnamengi C, fallið e í tvinntöluveldi
- 1.raðar diffurjöfnur aðgreinanlega óhliðdraðar
- 2. raðar diffurjöfnur hliðraðar eða óhliðrarar
- hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, eðlisfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt, og geta túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli
- nota tvinntölunum til að leysa jöfnur (veldi >3) yfir tvinntalnamengi og 2.raðar diffurjöfnur
- vinna með eiginleika tvinntalna á bæði rétthyrnd formi og pólformi
- túlka rúmfræðilega tengsl milli rétthyrndforms og pólforms tvinntalnanna
- tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
- nýta einföld flatarteiknaforrit, hjálpartæki og vísindalegar reiknivélar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
- geti sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
- geti skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
- átti sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- geti greint og hagnýtt upplýsingar á viðkomandi sviði stærðfræðinnar
- skilji merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau
- geti notað lausnir verkefna sinna til að byggja upp val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðanir
- beiti gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræði, frumkvæði,innsæi og frumleika viðlausn verkefna og þrauta