Grunnþættir og lykilhæfni

Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni í Menntaskólanum við Sund

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að fjalla um efnið í áföngum náttúrufræðigreina og stærðfræði
  • með því að þjálfa talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum
  • með því að afla gagna og kynna niðurstöður á skapandi hátt
Námshæfni:
  • með því að þjálfa nemendur í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim
  • með því að þjálfa nemendur í námstækni
  • með því að þjálfa nemendur í vinnubrögðum náttúrufræðigreina
  • með því að efla seiglu meðal nemenda
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með fjölbreyttri verkefnavinnu
  • með námi í listgreinum í kjarna
  • með því að leggja áherslu á rétta meðferð heimilda og reglur um höfundarrétt
  • með því að fara í vettvangsferðir
Menntun til sjálfbærni:
  • með námi í umhverfisfræði í kjarna
  • með því að fjalla um sjálfbærni í öðrum áföngum
  • með því að halda á lofti gagnrýnni umræðu um umhverfi, samfélag, náttúru og sameiginlega ábyrgð
  • með því að fjalla um jöfnuð innan kynslóða og á milli kynslóða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að kenna erlend tungumál á fjölbreyttan máta
  • með því að stuðla að því að tjáningu og samskiptum á erlendu tungumáli
  • með því að nemendur afli sér upplýsinga á erlendum tungumálum
  • með því að nemendur kynnist menningu í þeim löndum sem tungumálið er notað
Heilbrigði:
  • með því að gera nemendum skylt að taka íþróttaáfanga
  • með því að taka þátt í heilsueflandi verkefnum
  • með því að vera með virka eineltisáætlun og þátttöku í forvarnarverkefnum
  • með samstarfi við nemendafélag og foreldraráð
  • með því að efla sjálfstraust nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því kenna íslensku
  • með því að leggja áherslu á læsi, tjáningu og samskipti á íslensku
  • með því að leggja áherslu á hópavinnu, að nemendur færi rök fyrir skoðunum sínum og haldi kynningar á íslensku
  • með lestri bókmennta á íslensku
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að kenna í kjarna áfangann Lýðræðisvitund og siðferði
  • með lýðræðislegum vinnubrögðum og áherslu á virðingu og kurteisi í samskiptum
  • með því að leggja áherslu á hópavinnu og jákvæð samskipti í verkefnavinnu
  • með því að bera virðingu fyrir fjölbreytileika
Jafnrétti:
  • með því að skapa jafnrétti til náms
  • með því að fjalla um fjölmargar hliðar jafnréttis svo sem staðalmyndir, kynímyndir, kyn og kyngervi
  • með því að halda jafnréttisdaga
  • með því að ástunda jafnrétti

 

Síðast uppfært: 30.01.2018