Markmið þessa námskeiðs er að kynnast raftónlist og læra aðferðir við að semja eigin tónlist. Ekki er þörf á að hafa fyrri þekkingu á tónlist eða spila á hljóðfæri. Í lok námskeiðsins eiga nemendur að vera færir um að semja eigin tónsmíðar og þekkja helstu atriði raftónlistar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvað er midi og audio
- hvað er sýndarhljóðfæri og þekki nokkur þeirra
- effektum innan tónlistarforritsins
- mismunandi hljóðnemum
- grunntækjabúnaði sem þarf til að skapa tónlist í tölvum
- grunnatriðum í raftónlistarsögu
- hvernig lagauppbygging mismunandi tónlistarforma er
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- geta sett upp midirásir þar sem notuð eru sýndarhljóðfæri
- geta sett upp hljóðrásir sem notaðar eru til upptöku
- búa til trommutakt
- búa til laglínur, t.d. bassa, píanó, pad o.s.frv.
- taka upp hljóðfæri eða söng með hljóðnemum
- nota mismunandi hljóðeffecta í mismunandi aðstæðum
- nota möppukerfið innan forritsins
- byggja upp lag
- nota automation til þess að stýra sjálfkrafa vissum þáttum innan forritsins
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta fjallað um og metið eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt
- geta búið til heildstætt lag sem krefst tæknilegrar þekkingar í bland við frumlega hugsun.
- ræða um og rökstyðja þær hugmyndir sem hann túlkar í verkum sínum og annarra
Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.
Undanfari: Enginn