Velda og lograreglum beitt á hagnýt viðfangsefni. Fallhugtakið skilgreint og unnið með vísis- og lograföll. Afleiðuhugtakið skilgreint og helstu afleiðureglur kynntar. Afleiðum beitt í greiningu hagfræðilegra falla. Jafnmuna- og jafnhlutfallaraðir og summur þeirra kynntar og þeim beitt á hagfræðileg viðfangsefni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- veldareglum
- lograreglum
- reglunni um samfellda samsetta vexti
- fallhugtakinu
- skilgreiningu á afleiðu
- afleiðum margliðufalla og lografalla
- jafnmuna- og jafnhlutfallaröðum og summum þeirra
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt og geta túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli
- beita velda-og lograreglum á hagnýt viðfangsefni á sviði hagfræði
- beita reglunni um samfellda samsetta vexti á hagnýt viðfangsefni
- beita afleiðum til greiningar á hagfræðilegum föllum, t.d. tekju-, kostnaðar- og hagnaðarföllum
- nota jafnmuna-og jafnhlutfallaraðir á hagnýtan máta
- tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
- teikna gröf falla
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna að fjölbreyttum stærðfræðilegum verkefnum
- geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
- geta skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
- áttað sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði hagfræðilegrar stærðfræði
- skilji merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau
- beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræðni, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna og þrauta