Skólaráð

Við skólann skal starfa skólaráð, hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12. júní 2008:
7. gr. Skólaráð.
Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess og starfshætti.
Í reglugerð um skólaráð við framhaldsskóla, 140/1997, um skipan og hlutverk skólaráðs segir:

1. gr.
Skólaráð starfa við framhaldsskóla. Kosið skal til skólaráðs við upphaf hvers skólaárs. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar kennara, kjörnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í skólaráð. Aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sitja í skólaráði. Starfi öldungadeild við framhaldsskóla skulu fulltrúar nemenda við þær sitja fundi skólaráðs þegar málefni þeirra eru á dagskrá. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.
Beri engir starfsmenn framhaldsskóla starfsheitið aðstoðarskólameistari eða áfangastjóri taka þeir sem gegna sambærilegum störfum sæti í skólaráði.

2. gr.
Skólaráð:
er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans,
fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar,
fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda,
veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað,
fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

Erindi til skólaráðs

Erindi til skólaráðs er hægt að senda á netfang skólans msund (hjá) msund.is eða skila bréflega til skrifstofu skólans.

Eftirfarandi sitja í skólaráði MS skólaárið 2023-2024

  • Helga Sigríður Þórsdóttir rektor
  • Hjördís Alda Hreiðarsdóttir kennslustjóri
  • Kristbjörg Ágústsdóttir kennari
  • Unnur Sigmarsdóttir kennari
  • Bergrún Heba nemandi
  • Sigurjón Nói nemandi
  • Karen Pálsdóttir kennari (varamaður)
  • Sveinbjörn Pétur Guðmundsson kennari (varamaður)

Síðast uppfært: 6.9.2024