ÍÞRÓ1XC01, ÍÞRÓ1YC01 og ÍÞRÓ1ZC01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Áfram verður haldið að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu einstakra greina.  Eitt af megin markmiðum áfangans er að nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. Nemendur kynnist hreyfingu og útivist í nágrenni skólans. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífu og fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkamlega heilsu
  • Jákvæðum áhrifum sem hreyfing getur haft
  • forvarnargildi almennrar heilsuræktar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta sér næsta nágrenni til hreyfingar og útivistar
  • kunna helstu leikreglur mismunandi greina
  • þjálfa hreyfingu og virkni sem jákvæða upplifun
  • beita samvinnu sem stuðlar að tillitsemi og hvatning

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér markmiðasetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni dagslegs lífs
  • taka þátt í þjálfunaraðferðum  og leikjum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun
  • þekkja eigin styrkleika