ÍSLE3HB05 - Höfuðverk íslenskra bókmennta

Í þessum áfanga kynnast nemendur höfuðverkum íslenskra bókmennta frá 1550-2000 með áherslu á verk nokkurra höfuðskálda. Nemendur fá þjálfun í greiningu ljóða og lausamáls og lesa vandlega valin skáldverk. Einnig fá nemendur þjálfun í ritun þar sem lögð er áhersla á rökstudda og gagnrýna afstöðu þeirra til viðfangsefnisins.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • völdum bókmenntum frá tímabilinu
  • helstu straumum og stefnum, nokkrum höfundum og verkum í íslenskri bókmenntasögu
  • hlut kvenna í bókmenntum og bókmenntasögu
  • algengum bragreglum og bragarháttum
  • myndmáli og stílbrögðum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina bókmenntatexta frá ýmsum tímum
  • lesa og túlka bókmenntir með gagnrýnum augum
  • tjá sig í ræðu og riti um valin verk, höfunda og stefnur tímabilsins
  • skilja, greina og beita myndmáli og stílbrögðum
  • fjalla ítarlega um einkenni og stíl valinna verka

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina áhrif helstu strauma og stefna á höfunda og verk frá ýmsum tímum
  • gera sér grein fyrir hlutverki bókmennta í samfélaginu og áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag
  • beita bókmenntahugtökum til að greina hvers kyns texta
  • setja fram mál sitt í ræðu og riti á gagnrýninn og rökstuddan hátt
  • kynna skáld og skáldskap á frumlegan og skapandi hátt

Nánari upplýsingar á námskrá.is