Fréttir

MS-ingur hlaut styrk úr afreks- og hvatningasjóði HÍ

Fyrrum nemandi við MS, Lúcía Sóley Óskarsdóttir, hlaut í ár styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum. Við óskum Lúcíu Sóley innilega til hamingju!

Stundatöflur haustannar tilbúnar í Innu

Stundatöflur haustannar fyrir nemendur á stúdentsbrautum eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 26. ágúst.

Langar þig til Berlínar með skólanum á haustönn?

Nokkur pláss eru laus í valáfangann ÞÝSK2BE05 - á haustönn 2024. Nemendur sem hafa lokið ÞÝSK2MÁ05 geta sótt um að taka þátt í áfanganum. Í áfanganum kynnast nemendur ýmsu markverðu í sögu Berlínar og menningu Þýskalands. Lesa meira...

Hagnýtar upplýsingar við upphaf skólaársins

Það styttist í upphaf haustannar 2024 og starfsfólk MS hlakkar til að taka á móti nemendum. Hér eru helstu dagsetningar við upphaf skólaársins: Lesa meira...

Örfá laus pláss fyrir nemendur á 2. ári

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á haustönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss á 2. námsári. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Athugið að engir nýnemar (f. 2008) verða teknir inn þar sem fullt er á fyrsta námsár.

Norsku- og sænskukennsla fyrir framhaldsskólanemendur

Norsku- og sænskukennsla fyrir framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Í byrjun annar er stundatafla áfanganna auglýst á heimasíðu MH, inni á síðum fyrir norsku og sænsku. Þar má finna allar upplýsingar um kennsluna en áfangalýsingar eru sýnilegar á heimasíðu MH. Hægt er að velja norsku eða sænsku í stað dönsku sem Norðurlandamál í framhaldsskóla ef nemandi kann norsku eða sænsku, þ.e. ef nemandi hefur lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli á Íslandi eða lokið grunnskóla annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er boðið upp á norsku- eða sænskukennslu fyrir byrjendur.

Bílastæði í MS

Skólastarf á haustönn 2024 hefst mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Þeir aðilar sem geymt hafa ferðavagna sína á skólalóðinni í sumar eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá fyrir sunnudaginn 25. ágúst.