DANS2NS05 - Nám og starf í dönsku samfélagi

Undanfari: DANS2MM05

Stefnt er að því að nemendur verði færir um að taka þátt í dönsku samfélagi, hvort sem er í námi eða starfi. Nemendur fá þjálfun í að nota dönsku sem tjáskiptatæki og til að verða virkir og meðvitaðir málnotendur. Kennsla fer alfarið fram á dönsku. Lokamarkmið áfangans samsvarar þrepi B2 í matsramma European Language Portfolio.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • góðum, almennum orðaforða sem gerir honum kleift að bjarga sér í dönsku málsamfélagi
  • sérhæfðum orðaforða sem nýtist honum í námi og starfi
  • dönsku menntakerfi

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja eðlilegt danskt talmál
  • lesa sér til gagns greinar og umfjallanir um viðfangsefni líðandi stundar
  • beita yfirlitslestri við lestur lengri og flóknari texta
  • skilja fjölbreytta texta sem krefjast nákvæmnisskilnings
  • taka þátt í umræðum og halda skoðunum sínum á lofti
  • tala dönsku með nægilega góðum framburði og áherslum til að vel skiljist
  • tjá sig nokkuð vel bæði í töluðu og rituðu máli

Þekkingarviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja megininntak talaðs máls í fjölmiðlum t.d. í fréttum, stuttum samtalsþáttum og í öðrum þáttum sem fjalla um efni líðandi stundar
  • skilja megininntak texta sem fjalla um nokkuð sérhæft efni sem ætlað er almenningi
  • lesa og skilja aðalatriði í fjölbreyttum bókmenntatextum
  • nota orðaforða sem unnið hefur verið með, á eigin forsendum í nýju samhengi
  • tjá sig áreynslulaust um málefni af ýmsum toga, bæði munnlega og skriflega
  • flytja fyrirlestur eða kynningu og víkja frá undirbúnum texta þegar það á við eða þegar áheyrendur óska eftir því
  • vinna úr heimildum og nýta sér þær við ritun á eigin texta