15.11.2024
Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 18. nóvember. Lesa meira...
13.11.2024
Námsmatssýning haustannar 2024 verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að skoða námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti, annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...
08.11.2024
Síðasti kennsludagur haustannar er föstudagurinn 8. nóvember. Í næstu viku eru matsdagar og einkunnaskil. Hér má sjá dagskrá matsdaga og yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar á annarskilum. Kennsla hefst á vetrarönn samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. nóvember.
01.11.2024
Ekki verða innritaðir nýir nemendur í MS á vetrarönn 2024. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við skólann varðandi innritun á vorönn um mánaðarmótin janúar/febrúar 2025.
24.10.2024
Föstudagur 25. október og mánudagur 28. október eru matsdagar í MS. Þá mæta nemendur í ýmis verkefni og sjúkrapróf eins og við á. Nemendur bera sjálfir ábyrð á því að vera í samskiptum við sína kennara og mæta í próf / verkefni á réttum stað og stund. Lesa meira...
17.10.2024
Á vetrarönn geta nemendur sótt um að komast í áfanga þar sem nemendur læra undirstöðuatriði í því að búa til tónlist og fara í nokkrar tónsmíðaferðir í Tónhyl þar sem unnið verður að tónlistinni undir leiðsögn reynds tónlistarfólks. Áfanginn er samstarfverkefni Menntaskólans við Sund og Tónhyls fyrir tilstilli styrkts úr Sportasjóði. Lesa meira...
14.10.2024
Góðgerðarvika Menntaskólans við Sund fór fram vikunna 30. september – 4. október 2024. Góðgerðarvika er árlegur viðburður á vegum skólafélags MS, þar sem Hagsmunaráð SMS stendur fyrir ýmsum viðburðum til styrktar góðu málefni. Í ár rann allur ágóði vikunnar til Barnaheilla, sem vinna að bættum hagsmunum barna á Íslandi og erlendis. Lesa meira...
03.10.2024
MS tók þátt í Íþróttaviku Evrópu með stuðningi ÍSÍ og Beactive dagana 23.-26. september síðastliðinn. Í vikunni voru fjölbreyttir viðburðir haldnir í skólanum sem tengjast heilsu, íþróttum og hreyfingu. Lesa meira...
01.10.2024
Borgarráð hefur samþykkt að veita 500.000 króna styrk fyrir verkefninu „Loftslagspartý framhaldsskólanna“. Verkefnið gengur út á að efla samvinnu framhaldsskóla í umhverfismálum og halda stóran loftslagsviðburð fyrir ungmenni í Reykjavíkurborg. Samstarfsskólar Fjölbrautaskólans við Ármúla í verkefninu eru Tækniskólinn og Menntaskólinn við Sund. Umhverfisráðin í skólunum þremur koma til með að skipuleggja loftslagsviðburðinn saman og verður hann haldinn fyrir lok árs. Lesa meira...
27.09.2024
Í MS starfa framúrskarandi kennarar og fjórir úr þeim hópi héldu í dag erindi á Menntakviku, ráðstefnu um menntarannsóknir. Á ráðstefnunni var heil málstofa um þróunarstarf í Menntaskólanum við Sund. Lesa meira...