Lokaeinkunn og einkunnatafla

Í lok annar er gefin einkunn fyrir hvern námsáfanga sem nemandinn er skráður í. Einkunn er gefin í heilum tölum á bilinu 1 til 10. Lágmarkseinkunn í áfanga er 5. Í einstaka tilvikum er gefin einkunnin L (lokið) eða Ó (ólokið). Þegar nám er metið er almenna reglan sú að skráð einkunn heldur sér en í einstaka tilfellum er skráð M (metið). Í námsáætlun hvers áfanga kemur uppbygging námsmatsins fram.

Lágmarkseinkunn

Einkunnir í einstökum áföngum eru gefnar í heilum tölum (sjá einkunnatöflu hér fyrir neðan). Nemandi telst hafa staðist áfanga fái hann 5 eða hærra í lokaeinkunn í áfanganum. 

Birting einkunna

Einkunnir eru birtar nemendum rafrænt í lok hverrar annar í INNU. Hægt er að fá útprentað einkunnablað á skrifstofu.

Einkunnatafla

  • Einkunnin 10 merkir að 95 - 100% markmiða var náð
  • Einkunnin 9 merkir að 85 - 94% markmiða var náð
  • Einkunnin 8 merkir að 75 - 84% markmiða var náð
  • Einkunnin 7 merkir að 65 - 74% markmiða var náð
  • Einkunnin 6 merkir að 55 - 64% markmiða var náð
  • Einkunnin 5 merkir að 45 - 54% markmiða var náð
  • Einkunnin 4 merkir að 35 - 44% markmiða var náð
  • Einkunnin 3 merkir að 25 - 34% markmiða var náð
  • Einkunnin 2 merkir að 15 - 24% markmiða var náð
  • Einkunnin 1 merkir að 0 - 14% markmiða var náð
  • Einkunnin L (lokið) merkir að 45 -100% markmiða var náð
  • Einkunnin Ó (ólokið) merkir að 0 – 44% markmiða var náð
  • Einkunnin M (metið) merkir að námið er metið