Upplestur á texta - talgervlar

 

Read aloud  

Til að fá íslenskan lestur í Microsoft Edge vafranum opna notendur vefsíðu, smella á Tools og möguleikann Read Aloud. Efst í hægra horni kemur valmöguleiki þar sem hægt er að velja íslensku, með því að smella á nafnið Gudrun undir Voice Options.
Einnig er hægt að hægrismella á hvaða texta sem er og velja Read Aloud.

Til að fá upplestur í Chrome þarf að nálgast viðbót (e. extensions) sjá hér. Eftir það, má finna read aloud merkið efst á vefsíðunni til hliðar.

 

Voice Dream Reader

Frábært forrit í iOS sem sem tekur m.a. myndir af bókum og verkefnum, umbreytir myndunum í pdf sem hægt er að skrifa inn á eða láta talgervla lesa textann upp. Allar leiðbeiningar hér

 

TTSMP3   

Vefsíða með íslenskum talgervli sem les texta sem hefur verið klipptur (cut) og límdur (paste) úr skjölum. Les 3000 orð í einu.

Síðast uppfært: 24.01.2023