Fréttir

Sumarlokun skrifstofu

Skólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 25. júní til og með 6. ágúst. Við opnum aftur miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10. Njótið sumarfrísins!

Viðurkenning fyrir frábæran árangur í frönsku á stúdentsprófi

Tveir nýstúdentar á vorönn, þær Embla Karen Bergmann Jónsdóttir og Sylvía Eik Sigtryggsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í frönsku og heimboð frá franska sendiráðherranum á dögunum. Móttakan fór fram í húsakynnum Alliance Française og afhenti Patrick Le Ménès, sendiráðunautur, nýstúdentunum viðurkenningu og bók að gjöf. Óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum franska sendiráðuneytinu fyrir boðið.

Langar þig í MS?

Opið er fyrir umsóknir nýnema til og með 7. júní. Á kynningarsíðunni okkar geta umsækjendur kynnt sér námið og félagslífið í MS og svo bendum við líka á Instagram síðu skólans. Sótt er um í gegnum Menntagátt.

Brautskráning stúdenta 1. júní 2024

Í dag brautskráðust 192 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Þau bættust í hóp stúdenta sem hafa brautskráðst frá skólanum en útskrifaðir nemendur eru orðnir 9527 eftir athöfnina í dag. Nemendur brautskráðust af fjórum námslínum; félagsfræði- og sögulínu, hagfræði- og stærðfræðilínu, líffræði- og efnafræðilínu og eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Lesa meira...