STÆR2HR05(ms) - Hnitakerfi og rúmfræði

Undanfari: STÆR1GR05 eða B á grunnskólaprófi

Kynning á hlutföllum, prósentum, vaxtareikningi, annarsstigsjöfnum, formengjum, varpmengjum, jöfnu beinnar línu og hornaföllum.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • hlutföllum og hlutfallajöfnum
  • prósentu og vaxtareikningi
  • grundvallarhugtökum evklíðskrar rúmfræði
  • jöfnu beinnar línu og eiginleikum hennar
  • annarsstigsjöfnu
  • formengjum og varpmengjum
  • hornaföllum, sin, cos og tan

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • leysa jöfnur
  • beita grundvallarhugtökum evklíðskrar rúmfræði
  • vinna með algengar reiknireglur hornafalla
  • vinna með eiginleika beinna lína í hnitakerfi og túlkun þeirra í viðfangsefnum sem leiða til línulegra sambanda og að nota einföld teikniforrit
  • beita hornaföllum til að finna horn og hliðar í þríhyrningum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • greina hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, spyrja slíkra spurninga og átta sig á til hvers konar svara megi vænta
  • beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýna áræði, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna og þrauta