FRAN2PA05 - París

Nemendur kynnast ýmsu markverðu í sögu Parísar, listasögu og varðandi mannlíf borgarinnar. Áfanginn snýst um verkefnavinnu um sögu Parísar, íbúana og hverfin. Jafnframt skipuleggja nemendur þriggja daga námsferð til Parísar og þess vegna er mikil áhersla lögð á tungumálið. Í ferðinni eru þekkt kennileiti heimsótt m.a. Eiffel turninnn, Louvre safnið og aðrir frægir ferðamannastaðir undir handleiðslu kennara. Frjáls tími til heimildaöflunar. Nemendur vinna verkefni sem þeir kynna í máli og á myndrænu formi í kennslutíma, annaðhvort í einstaklings- eða hópvinnu. Hluti af vinnunni fyrir ferðina felst í upprifjun á og enn frekari þjálfun í hagnýtum tjáningu í daglegum samskiptum á frönsku. Hámarksfjöldi nemenda í áfanganum er 30. Nemendur áfangans greiða allan kostnað við ferðina. Gerðar eru strangar kröfur um mætingu og verkefnaskil. Áfangann er hægt að fá metinn án ferðarinnar með því að skila sérstöku aukaverkefni.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • aðdráttarafli mannlífs í París og mismunandi menningu eftir hverfum
  • upphafi Parísar og atburðum sem markað hafa söguna
  • staðháttum og fjölbreyttum samgöngum
  • matarmenningu
  • samskiptavenjum, ólíkum viðhorfum og gildum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna að heimildaöflun og úrvinnslu heimilda um París, franska sögu og menningu á íslensku, frönsku og fleiri tungumálum
  • kynna sér stórborg á annan hátt en áður
  • semja upplýsingaefni tengt ferðinni á íslensku og/eða frönsku til flutnings og birtingar
  • nota frönsku í einföldum daglegum samskiptum í París og í frásögnum af ferðinni

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig í ræðu og riti út frá eigin reynslu og bakgrunni
  • vera skapandi í óvæntum aðstæðum
  • geta notið þess að sjá staði sem fjallað hefur verið um
  • sannprófa þau efni önnur sem brugðið hefur verið upp, svo sem um veitingastaði, innkaup, umferðarmenningu, kvöldlíf og staðalímyndir

Nánari upplýsingar á námskrá.is