Í þessum áfanga verður spurt áleitinna spurninga um kyn og kastljósinu beint að þeim konum sem hafa gefið sig listinni á vald og markað djúp spor í menningarsögunni, bæði hér heima og erlendis. Í áfanganum er krafist mjög sjálfstæðra vinnubragða og mikil áhersla er lögð á notkun nútímatækni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- völdum þáttum í menningarsögu Vesturlanda
- mismunandi stefnum og straumum í listum
- helstu konum sem hafa markað djúp spor í menningarsögu Vesturlanda
- birtingarmyndum kynja í menningu og listum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina ólíka strauma og stefnur í listum
- draga eigin ályktanir af menningarlegum gildum og viðmiðum
- vera þátttakandi í menningarlífi og gera sér grein fyrir því hvað menningarstarf getur verið þroskandi fyrir einstaklinginn og veitt honum mikla lífsfyllingu
- endursegja og túlka upplifun sína á listviðburðum með hliðsjón af ólíkum birtingarmyndum kynjanna
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- hafa færni í að greina afmarkaða þætti í menningarsögu og listfræði
- geta sett þekkingu sína í menningarsögu og listum í fræðilegt samhengi og miðlað henni áfram í ræðu og riti
- öðlast hæfni í að greina ólíkar birtingarmyndir kynja í listum