Fréttir

Litlu jól framhaldsskólanna

Langar þig að upplifa kósý jólastemningu? Á fimmtudaginn þann 28. nóvember verða 26 dagar til jóla! Því ekki seinna vænna að komast í gott jólaskap, gæða sér á kakói, hlusta á jólatónlist, styrkja góðgerðamál, föndra, næla sér í jólafötin á fataskiptimarkaði og eiga góða samverustund með vinum! Öllum nemendum og ungmennum á framhaldsskólaaldri er boðið að koma í Fjölbrautaskólann við Ármúla á milli 14-16 þann 28. nóvember og eiga frábæra stund á Litlu jólum framhaldsskólanna! Litlu jól framhaldsskólanna eru skipulögð af umhverfisnefndum MS, FÁ og Tækniskólans fyrir tilstilli styrkts úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. 

Nýjungar á vetrarönn

Nú er fyrstu kennsluviku vetrarannar lokið og hafa annaskiptin gengið ljómandi vel. Nóg var um að vera í skólanum þessa vikuna og kom skemmtilega út að hafa 85 þemavikuna strax í upphafi annar, það er spennandi en líka krefjandi fyrir marga að byrja í nýjum áföngum með nýju samstarfsfólki og 85 stemmingin gerði vikuna léttari og opnari. 85 stemmarinn náði svo hámarki í gær þegar sjálfur 85 dansleikurinn var haldinn. Nemendur skemmtu sér vel og voru sér sjálfum og skólanum sínum til mikils sóma. Mjög gaman var að sjá hve margir aðstandendur gengu til liðs við okkur og sinntu foreldraröltinu, þetta hefur mjög mikið að segja og gerir dansleikina okkar bæði aðgengilegri og öruggari. Lesa meira...

Stundatöflur vetrarannar og beiðnir um töflubreytingar

Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 18. nóvember. Lesa meira...

Námsmatssýning fimmtudaginn 14. nóvember

Námsmatssýning haustannar 2024 verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að skoða námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti, annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...

Mikilvægar dagsetningar á annarskilum og dagskrá matsdaga

Síðasti kennsludagur haustannar er föstudagurinn 8. nóvember. Í næstu viku eru matsdagar og einkunnaskil. Hér má sjá dagskrá matsdaga og yfirlit yfir mikilvægar dagsetningar á annarskilum. Kennsla hefst á vetrarönn samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. nóvember.

Engin innritun á vetrarönn 2024

Ekki verða innritaðir nýir nemendur í MS á vetrarönn 2024. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við skólann varðandi innritun á vorönn um mánaðarmótin janúar/febrúar 2025.