ALÞJ3NP05 - Alþjóðasamskipti

Norrænt samstarfsverkefni MS, skóla í Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð. Verkefni er fjármagnað að mestu leyti af Nord+ www.nordplusonline.org

Undanfari: DANS2MM05 eða sambærilegur áfangi í öðru norrænu tungumáli.

Stutt lýsing:

Um er að ræða nemendaskiptaáfanga. Í áfanganum vinna nemendur verkefni í samvinnu við nemendur í Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum. Nánar verður kveðið á um verkefnagerð og verkefnaskil í kennsluáætlun.

Nemendur í MS fara til Kaupmannahafnar og Lundar í Svíþjóð um mánaðarmótin október og nóvember 2023. Danirnir og Svíarnir eru einn hópur og fara til Færeyja og Færeyingar koma til okkar.

Nemendur í áfanganum gista á heimilum í heimsóknarlandi hverju sinni. Móttökuheimilið sér fyrir fæði og húsnæði á staðnum, en ferðir (flug og fleira) er að mestu fjármagnað af Nord+ sjóðnum. Þó gæti verið að einhver kostnaður falli á nemendur í áfanganum.

Pláss er fyrir allt að 26 nemendur í áfanganum. Þegar við verðum heimsótt, koma hingað allt að 19 nemendur, þannig að mikilvægt er að þau sem skrá í áfangann geti tekið nemanda inná sitt heimili.

Áfanginn er fimm einingar og verður kenndur á haustönn.

Áfanginn er ætlaður nemendur á öðru ári (06) eða þriðja ári (05).