26.04.2024
Þrjú MS-fyrirtæki sem urðu til í Fyrirtækjasmiðjunni eru komin í 30 fyrirtækja úrslit af 130 fyrirtækjum sem tóku þátt í JA-keppni Ungra frumkvöðla 2024. Fyrirtækin eru Gadus, Glerdís og Skalk. Lesa meira...
24.04.2024
Við fögnum sumarkomunni fimmtudaginn 25. apríl og þá er skólin lokaður. Föstudaginn 26. apríl er matsdagur og þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu en nemendur gætu þurft að mæta í verkefni eða próf. Lesa meira...
19.04.2024
Í liðinni viku fór fram umhverfisvika í MS sem var skipulögð af umhverfisnefnd skólans. Í umhverfisnefnd eru nemendur í grænfánaáfanga sem Katrín Magnúsdóttir umhverfisfræðikennari við skólann hefur umsjón með. Lesa meira...
18.04.2024
Leikfélagið Thalía hefur staðið í ströngu við undirbúning og æfingar á söngleiknum Grease síðustu vikur og mánuði þar sem fjöldinn allur af nemendum MS stígur á svið eða vinnur hörðum höndum bakvið tjöldin. Vel heppnuð forsýning fór fram í gær fyrir fullum sal. Frumsýning er í kvöld, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00 í Gamla bíó. Lesa meira...
16.04.2024
Nemendur í fyrirtækjasmiðju tóku þátt í Vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind síðustu helgi. Fyrirtækjasmiðjan er lokaáfangi í hagfræði og í ár voru stofnuð 13 MS fyrirtæki. Nemendur hafa staðið í ströngu við að koma vörum í framleiðslu síðustu vikur og mánuði og afraksturinn var til sýnis og sölu á Vörumessunni. Lesa meira...
10.04.2024
Boðið verður upp á kynningu á námsframboði, skólastarfinu og félagslífinu fyrir nemendur í 10. bekk þriðjudaginn 16. apríl kl. 15-16. Lesa meira...
09.04.2024
Aðalfundur foreldraráðs MS fór fram í gærkvöldi, mánudaginn 8. apríl. Á fundinum hélt Anna Steinsen frá Kvan erindi fyrir foreldra um sterka sjálfsmynd, jákvæð samskipti foreldra og ungmenna og hvernig foreldrar geta stutt ungmennin áfram inn í fullorðinsárin. Einnig hélt Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur, stutt erindi um hamingju ungs fólks. Lesa meira...