LÍFF2NL05 - Nýtt líf

Í áfanganun verða ýmis grundvallarhugtök líffræðinnar reifuð og aðferðir vísindanna skoðaðar. Hluti áfangans snýr að kynfræðslu með kynningu á æxlun, helstu kynsjúkdómum og getnaðarvörnum. Kynfæri mannsins verða tekin fyrir sérstaklega og upphaf nýs lífs. Bygging og starfsemi frumna, minnstu eininga lífs, eru rædd og eftirmyndun á erfðaefni og próteinmyndun skoðuð lítillega. Þá verður tekin fyrir klassísk erfðafræði og skoðað hvernig ákveðin einkenni erfast frá einni kynslóð til annarrar. Að lokum verður þróunarfræði til umfjöllunar og skoðað hvernig t.d. stökkbreytingar og náttúruval hafa leitt til fjölbreytileika og þróunar lífs.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • vísindalegri aðferð og nokkrum rannsóknaraðferðum líffræðinnar
  • byggingu og starfsemi frumna
  • byggingu og starfsemi æxlunarkerfis manna
  • helstu kynsjúkdómum og mikilvægi getnaðarvarna
  • erfðaefninu og stökkbreytingum
  • mendelskri erfðafræði
  • tengslum milli stökkbreytinga, erfða og þróunar lífvera

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita aðferðum vísindanna og grunnhugtökum líffræðinnar
  • vinna með ljóssmásjá
  • framkvæma verklegar æfingar með leiðsögn
  • setja fram og túlka einfaldar og myndir og draga ályktanir af niðurstöðum
  • skrifa skýrslur
  • þekkja sundur frumugerðir og frumulíffæri
  • meta áhrif lífshátta á kynheilbrigði
  • kanna einfaldar erfðir með reitatöflum og í ættartrjám
  • útskýra stökkbreytingar og náttúruval sem drifkraft þróunar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • afla frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt og meta gildi þeirra
  • miðla niðurstöðum á gagnrýninn hátt í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða með töflum
  • tengja undirstöðuþekkingu í kyn- og erfðafræði við daglegt líf
  • taka upplýsta afstöðu í umræðu um efni sem tekið er fyrir í áfanganum
  • tengja saman efnisþætti áfangans við úrlausn viðfangsefna