Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 18. nóvember. Athugið að taka mið af undanförum en nemendur þurfa að ljúka undanfara til að komast í næsta áfanga í mörgum tilfellum. Sjá skipulag áfanga á heimasíðunni.
Leiðbeiningar um hvernig töflubreytingabeiðnir eru framkvæmdar má finna hér.
Að vanda eru hópar þéttsetnir og því ekki mikið svigrúm til töflubreytinga. Nemendur sem hafa verið úrskurðaðir í mætingarúrræði geta ekki óskað eftir fleiri áföngum með töflubreytingu. Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir hver staðan er í hverjum hópi fyrir sig en miðað er við að hópastærð í bóklegum áföngum fari ekki yfir 28 og í listgreinum ekki yfir 17. Appelsínugulir hópar eru fullbókaðir. Í bleikum hópum er laust pláss. Í töflunni er raðað eftir stokkum og geta nemendur sem þurfa að óska eftir töflubreytingum því nýtt sér stokkatöfluna til leiðsagnar.