LEIR1LM05 - Leirmótun - grunnáfangi

Áfanginn er byrjunaráfangi í leirmótun. Nemendur læra grunntækni við meðferð leirs og að forma nytjahluti, lágmyndir og þrívíð verk með mismunandi aðferðum. Þeir fræðast um mismunandi bræðslumark leirtegunda og glerunga, leirlím og réttar aðferðir við þurrkun og frágang. Nemendur fullvinna hlutina: glatta, lita með oxíðum og glerja.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi aðferðum við meðhöndlun leirs á ýmsum stigum
  • eiginleikum mismunandi leirtegunda og hvaða leirtegund hentar best hverju sinni
  • brennslumarki leirs og glers
  • hvaða mótunaraðferð hentar hverju sinni við útfærslu verkefnis
  • umgengni á vinnustofu og meðferð áhalda
  • starfi leirlistamanna og hönnuða

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • útfæra mismunandi mótunaraðferðir; kúlu-, pylsu-, plötu- og klumpaðferð
  • hnoða og móta leir
  • festa saman plötur/pylsur svo að hrökkvi ekki í sundur í þurrkunarferlinu
  • nota leirliti og glerunga
  • vinna út frá teikningum og skissum
  • nýta sér ýmsar kveikjur til hugmyndavinnu

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér grundvallaraðferðir við mótun
  • meðhöndla leir og ganga frá á nytjahlutum
  • forma og þróa eigin hugmyndir
  • forma og þróa eigin hugmyndir
  • útfæra hugmynd í fullgert verk
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar á námskrá.is