Fastir viðburðir í skólalífinu

Hér að neðan eru taldir upp nokkrir fastir viðburðir í skólalífinu

Upphaf skólaárs/anna

Á upphafsdögum anna er tekið á móti nýnemum og fá þeir kynningu á skólanum. Markmiðið er að koma nýnemum sem fyrst inn í starfið og tryggja að allar helstu upplýsingar komist hratt og vel til skila strax í upphafi skólaárs.

Nýnemadagur

Skólinn og stjórn nemendafélagsins skipuleggja í sameiningu dagskrá þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir í skólann. Undanfarin ár hefur verið farið út í Viðey með nýnema og þar hefur verið farið í leiki sem hafa það markmið að hrista hópinn saman. Skólastarf eldri nemenda þennan dag er með hefðbundnum hætti.

Fundur með forráðamönnum nýnema

Á hverju skólaári nálægt upphafi þess er haldinn fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema þar sem skólinn og námið er kynnt en einnig félagslíf nemenda, hlutverk foreldraráðs og hvaða þjónusta er í boði í skólanum. Síðar á skólaárinu (stuttu eftir áramót) er haldinn annar fundur með forráðamönnum nýnema og þá er m.a. farið yfir námsárangur, námsferla og val nemenda.

Valdagar

Það eru haldnir þrír valdagar á skólaárinu. Á valdögum fara nemendur yfir námsferill sinn og skipuleggja námið, velja áfanga næstu annar og gera áætlun um námslok eða endurskoða fyrri áætlun.

Matsdagar

Á hverri 12 vikna önn eru 9 matsdagar. Matsdagar eru skóladagar og ætlast er til þess að nemendur nýti þá til náms en jafnframt gefst á matsdögum tími fyrir fyrir sérverkefni, námsferðir, sjúkrapróf/verkefni og undirbúning verkefna að matsdögum loknum svo fátt eitt sé nefnt. Matsdögum er dreift yfir önnina auk þess sem hafðir eru 4-5 matsdagar við annarlok. Skólinn birtir lista yfir sérverkefni, námsferðir og sjúkrapróf sem eru skipulögð sérstaklega á þessum tíma. Mætingarskylda er í öll sérstök verkefni á matsdögum en nemendur skipuleggja annars sjálfir nám sitt þessa daga.

Umsjónardagar

Í upphafi hverrar annar er umsjónardagur. Dagskrá umsjónardags er breytileg eftir því á hvaða önn hann er haldinn og hvort hann er fyrir nýnema eða eldri nemendur.

Brautskráningar

Brautskráning er í lok skólaárs ár hvert en einnig eru nemendur brautskráðir um tveimur vikum eftir að haustönn lýkur og um tveimur vikum eftir að vetrarönn lýkur.