Skólaþróun

Þróunarstarf í skólanum er síbreytilegt og verkefnin bæði mörg og fjölbreytt. Skólinn leggur áherslu á verkefni sem stuðla að öflugra faglegu starfi. Sumum verkefnanna er ætlað að styðja við bakið á nemendum og námi þeirra á meðan öðrum er ætlað að efla starfsmenn í sínu starfi og stuðla að öflugra skólastarfi í heild sinni.

Samhliða styttingu náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú var skólanum breytt úr bekkjarskóla yfir í skóla með áfangakerfi. Mikil skólaþróun átti sér stað í tengslum við þessa breytingu en samhliða var innleidd kennslufræði sem byggði á eflingu námskrafts nemenda. Skólinn horfir í átt til innleiðingar leiðsagnarnáms (e. AfL, assessment for learning) en frá haustinu 2022 hefur verið starfandi þróunarhópur kennara undir handleiðslu verkefnastjóra sem vinnur markvisst að innleiðingu leiðsagnarnáms. 

Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast skólaþróunarverkefnum í MS en í skólanum er einnig unnið markvisst að starfendarannsóknum en um starfendarannsóknir í MS má lesa nánar hér á heimasíðunni. 

Innleiðing leiðsagnarnáms í MS

Farsæld nemenda 

  • Þróun nemendaþjónustu með farsæld að leiðarljósi - verkefni styrkt af Sprotasjóði (skýrsla birtist að verkefni loknu)

Breytingaferli

Lýðræði í skólastarfi 

Ábyrgð og virkni nemenda

Námsmat

Umhverfismál

Úr bekkjarkerfi í áfangakerfi