LEIR3LÞ05 - Leirmótun og þrívíð verk

Áfanginn er dýpkunaráfangi í leirmótun og þrívíðum verkum úr ýmiss konar efniviði. Unnið er með leir og jafnvel fleiri efni, áhersla lögð á fjölbreytni, endurnýtingu og sjálfbærni. Nemendur búa til tvöfalt gifsmót. Þeir vinna þrívítt verk úr leir eða efniviði að eigin vali. Nemendur útfæra munsturgerð og skreyti og búa til eigin glerungaprufur. Nemendur skrá og skissa hugmyndavinnu sem gæti m.a. nýst við umsókn um nám á háskólastigi.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi aðferðum í vinnslu þrívíðra verka
  • munsturgerð
  • hvaða efni og aðferð hentar best við útfærslu hugmyndar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta hugmyndaflug og sköpunarkraft til að vinna verk úr mismunadi efnum og endurnýttum efniviði
  • vinna með mismunandi mótunaraðferðum
  • fullvinna þrívíð verk frá hugmynd að lokaafurð

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér efnivið úr umhverfinu til að útfæra hugmyndir í fullgerð verk
  • skipuleggja vinnuferli
  • sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum

Nánari upplýsingar á námskrá.is