SAGA2MÍ05 - Mannkyns- og Íslandssaga frá 18. öld

Viðfangsefni áfangans er mannkyns- og Íslandssaga frá lokum 18. aldar til líðandi stundar. Kynntar verða helstu hugmyndir, stjórnmálastefnur og átök. Í áfanganum verður lögð sérstök áhersla á mannréttindi og þróun lýðréttinda, stjórnmála og lykilatburða sögunnar. Fjallað verður um þær miklu samfélagsbreytingar sem hafa orðið á tímabilinu. Saga Íslands verður skoðuð í samhengi við sögu umheimsins.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • völdum þáttum mynnkynssögunnar frá 1800 til líðandi stundar
  • helstu samfélagsbreytingum á tímabilinu
  • þróun lýðræðis og mannréttinda
  • helstu átökum og ógnum á tímabilinu, orsökum þeirra og afleiðingum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með ólíkar tegundir heimilda; greina þær og nota
  • draga ályktanir af ólíkum tegundum heimilda
  • endursegja og skapa sögulega mynd út frá heimildum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • miðla sögulegri þekkingu til annarra
  • skrá sögulegar heimildir samkvæmt viðurkenndu skráningarkerfi
  • meta og skilja sögulegt efni og umfjöllun

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn