Að aftengja og tengja Office 365 á MacBook
Þegar upp kemur vesen með Office leyfið, til dæmis „View only", þá er þetta leiðin.
- Byrjaðu á að loka öllum Office forritunum.
- Smelltu hér til að ná Office LIcense Removal Tool sem aftengir gamla leyfið..
- Þegar það hefur gert sitt þá opnarðu Word, Excel, Powerpoint eða Outlook aftur og skráir þig í Office 365.
- Notendanafnið er kennitalan með punkti á eftir sjötta staf @msund.is (Dæmi: 123456.7890@msund.is)
- Lykilorðið var sent af tolvuumsjon@msund.is
- Athugaðu að kveikja þarf og skrá sig inn í OneDrive sérstaklega.
- Þá á þetta að vera komið.
- Þeir sem ekki treysta sér í þetta þurfa að sjálfsögðu ekki að gera þetta. Þeir koma bara með tölvuna í skólann og tölvuumsjón sér um þetta með viðkomandi.
Eins er hægt að sinna þessu úr fjarlægð í gegnum Teamviewer.
Smellið hér til að ná í Teamviewer og setja upp í tölvunni ykkar. Alltaf er hægt að nota Teamviewer til að tölvuumsjón geti aðstoðað ykkur með tölvumálin ykkar.
Síðast uppfært: 11.01.2023