21.02.2025
Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í INNU á vorönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 15:00 mánudaginn 24. febrúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar. LESA MEIRA...
19.02.2025
Námsmatssýning vetrarannar verður haldin fimmtudaginn 20. febrúar. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.
14.02.2025
Hér má sjá dagskrá matsdaga 17.-18. febrúar. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara og mæta á rétta staði á réttum tíma.
13.02.2025
MS-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Kvennó í Morfís viðureign í vikunni. MS átti líka ræðumann kvöldsins, Vigdísi Elísabetu. MS-ingar hafa því tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Morfís! Til hamingju með frábæran árangur!
12.02.2025
Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í Menntaskólanum við Sund verða haldnar á eftirfarandi dagsetningum:
Miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15-16
Fimmtudagur 6. mars kl. 15-16
Mánudagur 7. apríl kl. 15-16
Á kynningunum verður námsframboð og skipulag námsins kynnt. Nemendur úr stjórn SMS kynna félagslífið.
Skráning er nauðsynleg og hefst á heimasíðunni þann 12. febrúar n.k.
10.02.2025
Vegna jöfnunarstyrks.
Umsóknarfrestur vorannar 2025 er til og með 15. febrúar n.k.
Menntasjóður námsmanna
05.02.2025
Kennsla fellur niður til kl. 13.00 á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.
Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.00 stundvíslega og standi út skóladaginn.
Við munum að sjálfsögðu áfram fylgjast með framvindu mála og bregðast við gerist þess þörf. Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með og skoða pósthólfið ykkar reglulega.
24.01.2025
Hér má sjá dagskrá matsdaga 28.-29. janúar. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í samskiptum við sína kennara og mæta í próf / verkefni á réttum stað og stund.
24.01.2025
Gríðarleg spenna var í Útvarpshúsinu í gærkvöldi þar sem MS mætti Borgarholtsskóla í 16 liða úrslitum Gettu betur. Keppnin endaði í bráðabana þar sem MS hafði betur. MS hefur því tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum sem hefjast í febrúar í sjónvarpssal. Frábær árangur hjá okkar fólki!
23.01.2025
Engir nýir nemendur verða teknir inn í MS á vorönn 2025. Næst verða nemendur teknir inn á haustönn 2025.