Fréttir

Páskafrí

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna páskafrís frá og með 14. apríl til og með 21. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

MS í úrslit í Morfís

MS sigraði FS í Morfís í gærkvöld og er liðið þar með komið áfram í úrslit! Til hamingju með frábæran árangur!

MS-ingar unnu til verðlauna í Smáralind

Finndu mig í fjöru – Skapandi náttúrulæsi

Grandaskóli, Menntaskólinn við Sund og Náttúruminjasafn Íslands hafa í vetur unnið að þróunarverkefninu Finndu mig í fjöru – Skapandi náttúrulæsi. Verkefnið, sem styrkt er af Sprotasjóði, hófst haustið 2024 og er hugsað til eins árs en þátttakendur eru nemendur í umhverfisfræði við Menntaskólann við Sund og nemendur í 4. bekk í textíl í Grandaskóla. Markmið verkefnisins er að vinna með félagakennslu til að tengja á milli skólastiga og efla náttúrulæsi með áherslu á lífríki hafsins og fjörunnar. Í hverjum hópi eru nokkrir nemendur úr MS og nokkrir úr Grandaskóla en hver nemandi fær hlutverk s.s. umsjón með handritsgerð, kvikmyndagerð, vísindaupplýsingum og textílverki. LESA MEIRA...

Takk fyrir komuna á opið hús!

Það var mikið líf og fjör í skólanum síðastliðinn miðvikudaginn þegar fjöldi fólks kíkti við í opið hús. Nemendur stóðu sig með miklum sóma við að kynna skólann sinn og baka vöfflur. Kennarar og starfsfólk stóð vaktina og kynnti námsframboð . Skólinn þakkar nemendum og starfsfólki fyrir liðleika og fagmennsku í tengslum við opna húsið og öllum gestum kærlega fyrir komuna.

Kennsla fellur niður eftir hádegi föstudaginn 28. mars vegna starfsþróunardags

Kennsla fellur niður eftir hádegi föstudaginn 28. mars vegna starfsþróunardags starfsfólks. Að þessu sinni mun starfsfólk MS og MH hittast og deila reynslu af því sem vel hefur gengið í námi og kennslu og ræða sameiginlegar áskoranir.

Lokasýning á Aladín í kvöld

Lokasýning á uppsetningu Thalíu á Aladín er í kvöld kl. 20 í Gamla bíó. Miðasala er á stubb.is. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara!

Matsdagar 25.-26. mars

Dagskrá matsdaga 25.-26. mars má sjá á meðfylgjandi mynd. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í sambandi við sína kennara og mæta á réttan stað á réttum tíma.

Leikfélagið Thalía frumsýnir Aladín

Leikfélagið Thalía frumsýnir Aladín í miðvikudaginn 19. mars í Gamla bíó. Aladín er ævintýrasaga fyrir alla fjölskylduna, en sagan á uppruna sinn í Miðausturlöndum og er hluti af sögusafninu Þúsund og ein nótt. Sagan segir frá ungum manni að nafni Aladín sem finnur töfralampa og kallar fram kraftmikinn anda sem getur uppfyllt þrjár óskir hans. Með hjálp andans fer Aladín í ótrúlegt ferðalag, þar sem hann sigrast á illum töframanni og reynir að vinna hjarta fallegu prinsessunnar. Þetta er saga full af spennu, töfrum og rómantík. Missið ekki af þessu stórkostlega leikriti sem mun lifna við á sviðinu með glæsilegum búningum, töfrandi sviðsmyndum og ógleymanlegum karakterum. LESA MEIRA...

Mín framtíð

MS tekur þátt í stóru framhaldsskólakynningunni Mín framtíð í Laugardalshöll dagana 13.-15. mars. Á sýningunni geta gestir fræðst um úrval náms á framhaldsskólastigi. Starfsfólk og nemendur MS standa vaktina og kynna skólann, námsframboð og félagslíf í MS básnum. LESA MEIRA...