20.01.2025
Vikuna 20.-24. janúar er jafnréttisvika í MS. Jafnréttisvikan er tileinkuð því að vekja athygli á jafnréttismálum og stuðla að auknu jafnrétti innan skólans. Þema jafnréttisvikunnar í ár er kynjahlutverk og hefur feministaráð SMS útbúið heimasíðu til að vekja athygli á málefninu og dagskrá vikunnar. Lesa meira...
14.01.2025
Lokaverkefni nemenda á hagfræði- stærðfræðilínu felst í þátttöku í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla sem haldin er á hverju vori. Verkefnið fer senn af stað vorið 2025 og á dögunum fengu nemendur kynningu í HR þar sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flutti ávarp og vinningslið fyrri ára sögðu frá sínum fyrirtækjum. Lesa meira...
13.01.2025
Baulan, söngvakeppni SMS, var haldin þann 9. janúar í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þar stigu á stokk fjöldamörg hæfileikabúnt. Keppnin fór vel fram og voru nemendur og SMS skólanum til sóma.
Sigurvegari kvöldsins var Þóra Fanney Hreiðarsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju!
10.01.2025
Þau Sigurjón, Matthilda og Oliwia komu sáu og sigruðu í útvarpshúsinu á fimmtudaginn með sigri á MK. Þar með tryggðu þau sér sæti í annarri umferð Gettu betur.
Næst keppir MS við Borgarholtsskóla fimmtudaginn 23. janúar. Áfram MS!
07.01.2025
MS mætir MK í fyrstu umferð Gettu betur fimmtudaginn 9. janúar kl. 18. Keppnin er í beinni á RÚV.is en MS-ingar eru hvattir til að fjölmenna í Útvarpshúsið Efstaleiti og styðja sitt lið.
Seinna um kvöldið fer svo fram Baulan, söngvakeppni SMS. Baulan er haldin í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og hefst kl. 20.
06.01.2025
Þann 20. desember síðstliðinn brautskráðust þrír nemendur frá MS, einn af líffræði- og efnafræði línu og tveir af hagfræði- og stærðfræðilínu. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.
20.12.2024
Skrifstofa MS verður lokuð 21. desember - 5. janúar. Skrifstofan opnar aftur á nýju ári kl. 8:00 mánudaginn 6. janúar og kennsla hefst þann dag samkvæmt stundaskrá.
Við óskum öllum nemendum og starfsfólki MS gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum fyrir samstarfið á árinu!
18.12.2024
Hér má sjá dagskrá matsdaga 19. og 20. desember. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf / verkefni á réttum stað og stund.
05.12.2024
Litlu jól framhaldsskólanna fóru fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 28. nóvember en viðburðurinn var haldinn af umhverfisnefndum MS, FÁ og Tækniskólans. Tilgangur viðburðarins var að fræða nemendur um loftslagsmál með skemmtilegum hætti. Hringrásarhagkerfið var allsráðandi á viðburðinum og hver einasta smiðja úthugsuð frá umhverfissjónarmiði. Viðburðurinn gekk afskaplega vel og söfnuðust 37 þúsund krónur til styrktar Barnaheilla.
04.12.2024
Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í dag vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Yfirlýsingin miðar að því að þróa áfram samvinnu á grundvelli laga og stefnu Reykjavíkurborgar til að tryggja umönnun og vernd barna gegn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Lesa meira...