Fréttir

Bílastæði í MS

Skólastarf á haustönn 2024 hefst mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Þeir aðilar sem geymt hafa ferðavagna sína á skólalóðinni í sumar eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá fyrir sunnudaginn 25. ágúst.

Sumarlokun skrifstofu

Skólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með 25. júní til og með 6. ágúst. Við opnum aftur miðvikudaginn 7. ágúst kl. 10. Njótið sumarfrísins!

Viðurkenning fyrir frábæran árangur í frönsku á stúdentsprófi

Tveir nýstúdentar á vorönn, þær Embla Karen Bergmann Jónsdóttir og Sylvía Eik Sigtryggsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í frönsku og heimboð frá franska sendiráðherranum á dögunum. Móttakan fór fram í húsakynnum Alliance Française og afhenti Patrick Le Ménès, sendiráðunautur, nýstúdentunum viðurkenningu og bók að gjöf. Óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum franska sendiráðuneytinu fyrir boðið.

Langar þig í MS?

Opið er fyrir umsóknir nýnema til og með 7. júní. Á kynningarsíðunni okkar geta umsækjendur kynnt sér námið og félagslífið í MS og svo bendum við líka á Instagram síðu skólans. Sótt er um í gegnum Menntagátt.

Brautskráning stúdenta 1. júní 2024

Í dag brautskráðust 192 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Þau bættust í hóp stúdenta sem hafa brautskráðst frá skólanum en útskrifaðir nemendur eru orðnir 9527 eftir athöfnina í dag. Nemendur brautskráðust af fjórum námslínum; félagsfræði- og sögulínu, hagfræði- og stærðfræðilínu, líffræði- og efnafræðilínu og eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Lesa meira...

Námsmatssýning á vorönn 2024

Námsmatssýning vorannar verður haldin fimmtudaginn 30. maí. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annarsvegar í skólanum og hinsvegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...

Matsdagar við lok vorannar

Hér má sjá dagskrá matsdaga mánudaginn 27. maí og þriðjudaginn 28. maí. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf / verkefni á réttum stað og stund.

Heimildamynd nemenda í kvikmyndagerð um Grease

Í apríl síðastliðinn setti leikfélagið Thalía upp frábæra sýningu á söngleiknum Grease sem sló heldur betur í gegn. Samhliða þessu tóku nemendur í kvikmyndagerð upp heimildamynd um uppfærsluna bakvið tjöldin undir leiðsögn Einars Rafns Þórhallssonar raftónlistar- og kvikmyndagerðarkennara. Lesa meira...

Stjórnarskipti SMS

Ný stjórn SMS tók til starfa eftir páskafrí. Stjórnin tók við góðu búi af fyrri stjórn og hefur undanfarið skipulagt Landó vikuna sem nú stendur yfir með ýmsum uppákomum. Ný stjórn kemur inn af fullum krafti og vinnur ötullega að skipulagi félagslífsins og nýtur til þess leiðsagnar félagsmálastjóra. Lesa meira...

Skalk og Gadus hlutu verðlaun á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla

Það var heldur betur frábær uppskera hjá okkar fólki á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla í Arion banka þann 2. maí. Lesa meira…