Leiðbeiningar til starfsfólks

Kennslumyndbönd á íslensku frá Tækniskólanum:

3D prentarinn:

Reglur um aðgang að tölvukerfum Menntaskólans við Sund

  • Starfsfólk skólans fær aðgang að tölvukerfi skólans og þeim gagnagrunnum sem það þarf að nota vinnu sinnar vegna.
  • Auk þess fær það úthlutað aðgangi að Innu og Microsoft 365.
  • Gert er ráð fyrir að starfsfólk skólans fari með þær upplýsingar sem það hefur aðgang að í samræmi við viðeigandi lög og reglur.
  • Starfsfólk verður að aðskilja persónuleg gögn frá vinnugögnum vilji það halda þeim til haga við starfslok. Skólinn sér ekki um að flokka þessi gögn fyrir starfsfólk við starfslok hafi það látið undir höfuð leggjast að aðskilja persónuleg gögn og vinnugögn.

Verkferill varðandi aðgang að tölvukerfi skólans þegar starfsmaður hættir

  • Tölvuumsjónarmenn fá tilkynningu frá rektor um að viðkomandi starfsmaður hafi lokið störfum við skólann.
  • Viðkomandi starfsmaður skilar inn fartölvu sem skólinn hefur lánað til tölvuumsjónar, ásamt öllum aukahlutum (spennubreyti, rafrænum penna og hleðslusnúru fyrir pennann (USB yfir í USB-C).
  • Starfsmaður tekinn af póstlistum og formlegum Teams hópum.
  • Tveimur vikum eftir að ráðningartíma starfsmanns lýkur er aðgangi hans í tölvukerfum skólans lokað. Pósthólfi starfsmanns er einnig lokað í samræmi við reglur nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.
  • Ef þörf er á undanþágu frá þessum reglum er hún veitt af rektor í samráði við tölvuumsjón.
  • Vakin er athygli á því að trúnaðarskylda opinberra starfmanna á alltaf við og lýkur ekki við starfslok.

 

Ýmis önnur atriði:

Intel Driver & Support Assistant

HP Image Assistant (HPIA)

Síðast uppfært: 24.05.2024