STÆR3GT05(ms) - Greinandi tölfræði

Ályktunartölfræðin dregur ályktanir um gögn í rannsóknum, og fjallar um þýði, úrtaksdreifingu lýsistærða, tilgátur, tilgátuprófanir, prófastærðir, öryggisbil og villulíkur. Framkvæmd eru kí-kvaðrat próf, F-próf, t-próf, fervikagreiningar og aðhvarfsgreiningar. Aflað er gagna til tölfræðilegrar úrvinnslu úr erlendum gagnasöfnum. Tölfræðiforrit notað við útreikninga og greiningu gagna.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grundvallaratriðum ályktunartölfræði, s.s. úrtaksdreifingu, öryggisbilum, tilgátuprófum, fervikagreiningum og aðhvarfsgreiningum
  • söfnun og meðhöndlun gagna til tölfræðilegra greininga
  • að nota tölfræðiforrit við tölfræðilegar greiningar á gögnum og gagnasöfnum
  • niðurstöðum tölfræðilegrar greiningar úr tölfræðiforriti og geta lesið og ályktað út frá þeim niðurstöðum

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla gagna til tölfræðilegrar úrvinnslu úr erlendum gagnasöfnum
  • beita reiknireglum ályktunartölfræði við úrvinnslu gagna
  • nota reikniforrit við tölfræðilega útreikninga gagna
  • setja fram tilgátur/gagntilgátur og álykta niðurstöður út frá tölfræðilegum greiningum
  • kynna niðurstöður bæði í rituðu og töluðu máli

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrá lausnir sínar skipulega í tölfræðiforrit, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
  • leggja mat á hvort niðurstöður útreikninga og athugana séu í samræmi við viðfangsefnið