01.06.2024
Í dag brautskráðust 192 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Þau bættust í hóp stúdenta sem hafa brautskráðst frá skólanum en útskrifaðir nemendur eru orðnir 9527 eftir athöfnina í dag. Nemendur brautskráðust af fjórum námslínum; félagsfræði- og sögulínu, hagfræði- og stærðfræðilínu, líffræði- og efnafræðilínu og eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Lesa meira...
29.05.2024
Námsmatssýning vorannar verður haldin fimmtudaginn 30. maí. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annarsvegar í skólanum og hinsvegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...
24.05.2024
Hér má sjá dagskrá matsdaga mánudaginn 27. maí og þriðjudaginn 28. maí. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf / verkefni á réttum stað og stund.
16.05.2024
Í apríl síðastliðinn setti leikfélagið Thalía upp frábæra sýningu á söngleiknum Grease sem sló heldur betur í gegn. Samhliða þessu tóku nemendur í kvikmyndagerð upp heimildamynd um uppfærsluna bakvið tjöldin undir leiðsögn Einars Rafns Þórhallssonar raftónlistar- og kvikmyndagerðarkennara. Lesa meira...
07.05.2024
Ný stjórn SMS tók til starfa eftir páskafrí. Stjórnin tók við góðu búi af fyrri stjórn og hefur undanfarið skipulagt Landó vikuna sem nú stendur yfir með ýmsum uppákomum. Ný stjórn kemur inn af fullum krafti og vinnur ötullega að skipulagi félagslífsins og nýtur til þess leiðsagnar félagsmálastjóra. Lesa meira...
03.05.2024
Það var heldur betur frábær uppskera hjá okkar fólki á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla í Arion banka þann 2. maí. Lesa meira…