SAGA3SA05(ms) - Samtímasaga. 20. öldin 1950-2015

Viðfangsefnið er saga 20. aldar frá árinu 1950 - til dagsins í dag. Markmiðið er að dýpka þekkingu og skerpa skilning nemenda á sögu tímabilsins. Mannkynssagan verður í fyrirrúmi, einnig verður saga Íslands tengd meginatburðum og hver áhrif þeir hafa verið. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist mismunandi tegundum heimilda og læri að leggja mat á þær með gagnrýnni hugsun og efla sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu atburðum tímabilsins
  • mismunandi aðstæðum, umhverfi og möguleika á þátttöku í samfélaginu
  • breyttri heimsmynd á tímabilinu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með ólíkar tegundir sögulegra heimilda og greina þær
  • draga eigin ályktanir af sögulegum heimildum
  • endursegja og skapa sína eigin sögulegu mynd út frá heimildum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • miðla eigin sögulegu þekkingu til annarra
  • skrá sögulegar heimildir samkvæmt viðurkenndu skráningarkerfi
  • meta og skilja sögulegt efni og umfjöllun

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: SAGA2MÍ05