HAGF3RM05 - Rekstrarhagfræði og markaðsfræði

Áfanginn er framhaldsáfangi í rekstrarhagfræði þar sem farið er dýpra í kostnaðargreiningu, kostnaðarútreikninga, núllpunktsgreiningu og áætlanagerð. Nemendur kynnast faglegum vinnubrögðum varðandi fjármál, verkefnastjórnun og markaðssetningu með því að vinna raunhæf verkefni. Fjallað er um grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar og áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Mikil áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • kostnaðarhugtökum og kostnaðargreiningu
  • mismunandi afstöðu fyrirtækja til markaðarins
  • helstu þáttum í ytra umhverfi fyrirtækja
  • markhópagreiningu
  • hugsunarhætti og aðferðafræði markaðsfræðinnar
  • helstu hugtökum og hugmyndum um vöruþróun og líftíma vöru

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • reikna hagkvæmasta verð og magn til að fjármagn fyrirtækis nýtist sem best
  • reikna og sýna fram á hvernig auka má hagnað fyrirtækis
  • beita grunnhugtökum markaðsfræðinnar við verkefnavinnu
  • nýta þekkingu sína á hugtökum og kenningum hagfræðinnar við lausnir skapandi verkefna
  • tengja þekkingu sína á hugtökum og kenningum hagfræðinnar við umfjöllun um efnahagsmál
  • nýta sér upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • túlka og greina, á gagnrýninn hátt, niðurstöður rekstrarhagfræðilegra útreikninga
  • taka þátt í hópavinnu við úrlausn verkefna á gagnrýninn og jákvæðan hátt
  • meta siðfræðileg álitamál er varða markaðssetningu
  • nýta hæfni sína til starfa við einföld markaðsmál
  • gera markhópagreiningu fyrir einstakar vörur
  • stýra verkefnum þar sem tímamörk eru virt
  • miðla vitneskju sinni um rekstrarhagfræði og markaðsmál til annarra
  • greina á hvaða markaði tiltekið fyrirtæki starfar og geti metið þau markaðsöfl, leikreglur og samkeppni sem skýra verðstefnu og hegðun þess á markaði

Nánari upplýsingar á námskrá.is