Foreldraráð

Um hlutverk foreldraráðs

Samkvæmt 50. gr. í lögum um framhaldsskóla frá 2008 nr. 92 segir: Foreldraráð.

„Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.

Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.“

Samskipti

Við skólann hefur verðið starfrækt sérstakt samskiptanet foreldra (foreldranet) þar sem foreldrar geta skipst á ráðum og stutt hvert annað. Haldnir eru fundir í skólanum á hverri önn með foreldrum nemenda á fyrsta ári og einnig eru haldnir sérstakir fræðslufundir fyrir foreldra þar sem fjallað er um afmarkaða þætti skólastarfsins. Foreldraráð var stofnað við skólann í janúar 2009. Foreldraráð MS heldur úti FB síðu.

Skólinn leggur mikla áherslu á að draga úr brotthvarfi og styðja við þá nemendur sem teljast vera í brotthvarfshættu. Á heimasíðu skólans er gerð grein fyrir verkferlum, þjónustu og aðgerðum til að styðja við þennan hóp nemenda. Þar má meðal annars lesa um heildstæða stefnu skólans í brotthvarfsmálum og einnig er þar að finna handbók fyrir foreldra/forráðamenn um það sem þeir geta gert til að styðja við nemendur. Brotthvarfsmálin eru samvinnuverkefni skólans og foreldra [sjá handbókina].

Fésbókarsíða foreldaráðs er Foreldraráð MSund

Orðsending til foreldra vegna hækkunar á gjaldi í foreldraráð MS á vetrarönn 2024-2025

Foreldraráð Menntaskólans við Sund

Stjórn foreldraráðs skólaárið 2024-2025
Guðrún Indriðadóttir, formaður
Íris Guðnadóttir
Sigrún Rós Elmers
Ingibjörg Kristinsdóttir
Heiðar Ásberg Atlason
Ragnheiður Björnsdóttir
Magnús Már
Auður Marteinsdóttir
Líf Gunnlaugsdóttir
Elísabet
Jónína Jónsdóttir
Magnús Geir Jónsson
Gústaf Smári Björnsson
Fríða Kjartansdóttir

Stjórn foreldraráðs skólaárið 2023-2024:
Auður Geirsdóttir
Bryndís Björg Einarsdóttir
Guðrún Indriðadóttir
Ingibjörg Kristinsdóttir
Arna Ásmundsdóttir
Anna Ólafsdóttir
Sigrún Rós Elmers

Stjórn foreldraráðs skólaárið 2022-2023:

Auður Geirsdóttir
Bryndís Björg Einarsdóttir
Guðrún Indriðadóttir
Ingibjörg Kristinsdóttir
Hallur Þór Sigurðsson
Jóga Gnarr
Sigrún Birna Bjarnadóttir
Már Erlingsson
Halla Gunnarsdóttir

Síðast uppfært: 26.04.2024