Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Áfram verður haldið að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu mismunandi greina. Nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. Farið verður yfir þætti sem tengjast andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Nemendur fái hreyfiþjálfun í nærumhverfi utandyra. Nemendur geri sér grein fyrir að þeir beri ábyrgð á eigin heilsu og finni líkams- og heilsurækt sem hentar þeim.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- fjölbreyttum leiðum sem stuðlar að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði
- möguleikum í nærumhverfi til hreyfingar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að setja einstaklingsmiðuð markmið
- nota samvinnu sem stuðlar að jákvæðu viðhorfi, tillitssemi og hvatningu
- nýta aðferðir til að meta eigin styrkleika
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér möguleika til hreyfingar í nærumhverfi
- þekkja sinn eigin styrkleika
- takast á við daglegt líf varðandi heilbrigðan lífsstíl