Miðannarmat - stöðumat

Skólinn ákveður fyrir upphaf hvers skólaárs hvernig stöðumati skuli háttað.

Sérstök einkunnagjöf er fyrir stöðumatið þar sem gefið er G, V eða Ó. Viðmið skólans fyrir einkunnagjöf í stöðumati - miðannarmati þar sem tekið er tillit til einstaklings- para- og hópverkefna, prófa, samræðna, virkni, ástundunar og raunmætingar er eftirfarandi:

  • G Gott (frammistaða á bilinu 8 - 10) merkir að með sama áframhaldi mun nemandi ná góðum árangri í áfanganum.
  • V Viðunandi (frammistaða á bilinu 5 - 7) merkir að nemandi stendur sig þokkalega og góðar líkur á að með sama áframhaldi muni hann standast lágmarkskröfur eða ná þokkalegum árangri í áfanganum.
  • Ó Ófullnægjandi (frammistaða á bilinu 1 - 4) merkir að nemandi stendur sig illa og mun með sama áframhaldi að öllum líkindum falla í áfanganum.


🔗Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig nálgast má miðannarmat í Innu.