Vinnuumhverfisstefna og öryggismál í MS

Stefna skólans er að aðbúnaður og vinnuumhverfi starfsmanna og nemenda sé ætíð með því besta sem þekkist. Vinnuumhverfi skólans skal uppfylla þær reglur sem gilda hverju sinni um vinnuumhverfismál.

Lögð er áhersla á að bæði starfsmenn og nemendur sýni skólahúsnæðinu virðingu í umgengni sinni.

Til þess að tryggja framkvæmd þessarar stefnu er starfandi öryggisnefnd sem einnig fjallar um vinnuumhverfismál í MS í stærra samhengi. Hlutverkið er að vinna í sem nánustu samstarfi við rektor skólans að vinnuumhverfismálum með það markmið í huga að bæta líðan, öryggi og heilsu MS - inga .

Öryggismál

Öryggisnefnd MS: Tveir öryggistrúnaðarmenn kosnir af starfsfólki MS sitja í nefndinni auk umsjónarmanns húsnæðis MS, og rektor skólans, en þeir gegna starfi öryggisvarða skv. ákvæðum reglugerðar. Öryggisnefndin starfar í samræmi við reglur um öryggismál á vinnustöðum að því að tryggja sem öruggast umhverfi fyrir starfsfólk og nemendur skólans. Öryggisnefndin vinnur í samræmi við ákvæði reglugerðar nr.920/2006. Öryggisnefndin í MS sér m.a. um útgáfu á handbókinni 112. Fundir öryggisnefndar MS eru bókaðir og fundargerðir eru vistaðar í skjalakerfi skólans, GoPro.

Öryggisnefnd MS skipa:

  • Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor, öryggisvörður
  • Gunnlaugur Ísleifsson umsjónarmaður, öryggisvörður
  • Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir , öryggistrúnaðarmaður
  • Hjördís Jóhannsdóttir, öryggistrúnaðarmaður

Öryggisnefnd MS starfar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 920/2006.

Síðast uppfært: 25.01.2023