Almennt um námið í MS

Í Aðalnámskrá framhaldsskóla segir:

„Framhaldsskólum ber að búa nemendur sína undir líf, starf og frekara nám. Skólarnir gegna því veigamiklu hlutverki hvað varðar almenna menntun og félagslegt uppeldi nemenda auk þess sem þeir skulu vera vettvangur fyrir kynningu þjóðlegra og alþjóðlegra menningarverðmæta.“

Grænfáni afhentur MS í annað sinn í maí 2023

Markmið með námi til stúdentsprófs í MS

Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli. Skólinn býður nemendum upp á:

  • Fjölbreytilegan undirbúning undir nám á háskólastigi á tveimur námsbrautum, félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut, þar sem nemendur hafa talsvert frelsi til að velja sér námsleiðir innan brautanna og þvert á brautir. Í skólanámskrá er gert ráð fyrir að nemendur nýti þekkingu sína á skapandi átt í fjölbreytilegri verkefnavinnu, rækti með sér læsi í víðum skilningi, gagnrýna hugsun, virðingu fyrir menningararfleifð og náttúru, siðvit og ábyrgðarkennd.
  • Nám á starfsbraut þar sem megin markmiðið er að nemendum líði vel og umhverfið og námið veiti þeim öruggt og hvetjandi umhverfi til að þroska með sér hæfni og getu til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni dagslegs lífs; á heimili, í vinnu, tómstundum og frekara námi. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti sem eru sniðir að þörfum og getu nemenda og er unnið út frá einstaklingsmiðuðum námsáætlunum.

Virðing - Jafnrétti -Ábyrgð – Heiðarleiki

Meginmarkmið Menntaskólans við Sund er fjölbreytni í náms- og kennsluháttum með það að leiðarljósi að örva virkni og þátttöku nemenda. Lögð er áhersla á skapandi nám þar sem einstaklingar fá að njóta sín í verkefnabundnu og samvinnutengdu námi. Nemendur fá tækifæri til afla sérþekkingar, leikni í að vinna með hana og hæfni til að nýta með ólíkum hætti.

Stefna skólans kallar á námsvenjur þar sem ábyrgð nemenda á eigin námi, mæting, virkni og þátttaka gegna lykilhlutverki. Mikilvægt er að nemendur vinni jafnt og þétt, ástundi heiðarleg vinnubrögð og þjálfi með sér þrautseigju þar sem mistök eru eðlilegur hluti af námsferlinu.

Skólinn hvetur kennara til nýbreytni- og þróunarstarfs þar sem horft er bæði til innihalds náms og námsumhverfis.

Í námsáætlun hvers áfanga kemur fram nánari útfærsla á náms-og kennsluháttum.

Nánar má kynna sér námsbrautir skólans hér.

 

Síðast uppfært: 22.08.2023