Góðgerðarvika SMS 2024

Góðgerðarvika Menntaskólans við Sund fór fram vikuna 30. september til 4. október 2024. Góðgerðarvika er árlegur viðburður á vegum skólafélags MS, þar sem Hagsmunaráð SMS stendur fyrir ýmsum viðburðum til styrktar góðu málefni. Í ár rann allur ágóði vikunnar til Barnaheilla, sem vinna að bættum hagsmunum barna á Íslandi og erlendis.

Ýmsar áskoranir voru lagðar fram og lögðu nemendur mikið á sig til að styðja við málefnið. Meðal annars hlupu þrír nemendur til Hveragerðis, miðhópur fékk sér húðflúr, nemendur gátu keypt rjómadiska og kastað á starfsfólk skólans, SMS stuttermabolir voru til sölu og margt fleira. Allar áskoranirnar má sjá á Instagram síðu skólafélagsins og hagsmunaráðs. Viðbrögðin voru frábær og þátttakan mikil, sem sýnir samhug og samstöðu nemenda og starfsfólks.

Samtals söfnuðust 300.000 krónur til styrktar Barnaheilla. Framkvæmdarstjóri samtakanna, Tótla I. Sæmundsdóttir, tók við styrknum við formlega athöfn í matsal skólans þann 9. október síðastliðinn.

Hagsmunarráð SMS þakkar öllum sem lögðu sitt af mörkum, bæði nemendum, starfsfólki og öðrum stuðningsaðilum.

Ráðið vill minna á heimasíðu Barnaheilla, www.barnaheill.is, ásamt söfnunarreikning fyrir frjálsframlög samtakanna. Kennitala: 521089-1059 og reikningsnúmer: 0327-26-1989.