EÐLI2EM05 - Eðlisfræði mannsins

Undanfari: EÐLI2AF05
 
Áfanginn fjallar um orku og flutning hennar í ýmsum birtingarmyndum með tilliti til mannlegs samfélags og mannslíkamans. Kennslan grundvallast á skriflegum lausnum verkefna, verklegum athugunum, rannsóknarvinnu og greinagerðum. Áhersla er lögð á samvinnu, frumkvæði og áhugavakningu þátttakenda.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lögmálum varmafræðinnar
  • mismunandi flutningi varma
  • vinnuhringjum og sprengivélum
  • orkubúskap mannslíkamans
  • orkuþörf mannlegs samfélags
  • ólíkum orkugjöfum og umhverfisáhrifum þeirra
  • tilvist ólínulegra kerfa og algengi þeirra

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita lögmálum varmafræðinnar við mismunandi aðstæður í umhverfinu
  • túlka stærðfræðitákn, jöfnur og sambönd
  • beita hugtökunum afl og nýtni við útreikninga á orkuþörf ýmissa ferla
  • skrifa læsilegan texta um tæknileg atriði
  • beita mismunandi jöfnum við flutning varma

Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • bera kennsl á eðlisfræðilega þætti ólíkra náttúrufyrirbrigða
  • lesa vísindagreinar og draga fram aðalatriði þeirra
  • sjá tengsl lögmála eðlisfræðinnar við ólíkar faggreinar
  • útskýra varmafræði ýmissa náttúrulegra ferla
  • bera kennsl á vænlega orkugjafa fyrir 21. öldina