Aðstaða í skólanum

Mötuneyti 

Stórt og glæsilegt mötuneyti þar sem boðið er upp á fjölbreyttan, hollan og ódýran mat.

Bóka- og upplýsingamiðstöð

Bókasafnið er í glæsilegu húsnæði þar sem góð aðstaða er fyrir nemendur, hvort sem það er til að fletta upp í stórum bókakosti safnsins, setjast niður á huggulegum stað og lesa eða finna ró og næði til þess að læra. Í bóka- og upplýsingamiðstöð skólans er góð aðstaða til náms.

Les- og námsaðstaða fyrir nemendur

Í skólanum er mörg svæði þar sem nemendur geta, utan kennslustunda, lesið og undirbúið sig fyrir námið. Þessi svæði tengjast öll ákveðnum kjarna kennslustofa og því er einnig hægt að nota þau í kennslu þegar kennarar vilja skipta námshópi upp t.d. í verkefnatengdu námi.

Gulu svæðin

Sérstök gul svæði eru víða í skólanum sem eru opin hópvinnurými fyrir nemendur þar sem óheimilt er að matast en eru ætluð til náms.

Önnur aðstaða og prentun

Einnig eru önnur svæði í skólanum þar sem nemendur geta setið og spjallað, lært og unnið að verkefnum. Nemendaprentari er á opnu vinnusvæði fyrir framan skrifstofu skólans.

Auk þessa hafa nemendur sitt sérstaka svæði þar sem nemendafélagið er einnig með skrifstofu og sérstakir atburðir eru á vegum nemendafélagsins geta einnig verið í matsalnum eða í íþróttasal skólans.

Kennslustofur

Almennar kennslustofur

Kennslustofur í MS eru mismunandi stórar og því henta þær misstórum hópum. Margar kennslustofur eru sérstofur ákveðinna námsgreina.  

Sérgreinastofur

Sérstofur raungreina: Jarðfræði- og landafræðistofur ásamt steinasafni skólans. Einnig nýjar stórar og vel útbúnar stofur fyrir eðlisfræði, efnafræði og líffræði.

Sérstofur listgreina: Á þriðju hæð Aðalsteins er svæði listgreina (Köllunarklettur). Þar eru sérstofur fyrir myndlist, leirmótun, tónsmíðar (hljóðstúdíó) og fatahönnun. Á jarðhæð Þrísteins er svo sérstofa fyrir kvikmyndagerð.

Kennsla í íþróttum: Í Andholti er Hálogaland sem er íþróttasalur skólans og þar er einnig að finna Brambolt sem er tækjasalur skólans.

Aðrar sérstofur: í skólanum er reynt að láta stórar námsgreinar hafa sitt kennslusvæði þannig að hægt sé að koma þar fyrir því nauðsynlegasta sem tilheyrir kennslunni og þar með að tryggja að stofurnar séu eins vel útbúnar og kostur er fyrir viðkomandi kennslu. Þær stofur eru merktar sérstaklega viðkomandi kennslugrein.