ÍÞRÓ1XA01, ÍÞRÓ1YA01 og ÍÞRÓ1ZA01

Áfanginn er verklegur með fræðilegu ívafi. Leitast verður við að kynna nemendum helstu leikreglur einstakra greina. Nemendur fái hreyfiþjálfun í nærumhverfi utandyra. Nemendur fá fræðslu um skilgreiningar á hreyfingu, heilsu og líkamshreysti. Einnig verður farið yfir ráðleggingar um hreyfingu á ýmsum aldursbilum. Þau fá að kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til íþrótta, líkams- og heilsuræktar.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkamlega heilsu
  • Jákvæðum áhrifum sem hreyfing getur haft
  • forvarnargildi almennrar heilsuræktar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • framkvæma æfingar
  • nýta sér nærumhverfi til hreyfingar
  • kunna helstu leikreglur mismunandi greina
  • þjálfa hreyfingu og virkni sem jákvæða upplifun
  • beita samvinnu sem stuðlar að tillitssemi og hvatningu

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér markmiðasetningu til að takast á við persónulegar áskoranir og leysa af hendi krefjandi verkefni dagslegs lífs
  • taka þátt í þjálfunaraðferðum og leikjum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun
  • þekkja eigin styrkleika