Fréttir

Jólafrí

Skrifstofa MS verður lokuð 21. desember - 5. janúar. Skrifstofan opnar aftur á nýju ári kl. 8:00 mánudaginn 6. janúar og kennsla hefst þann dag samkvæmt stundaskrá. Við óskum öllum nemendum og starfsfólki MS gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum fyrir samstarfið á árinu!

Dagskrá matsdaga 19.-20. desember

Hér má sjá dagskrá matsdaga 19. og 20. desember. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf / verkefni á réttum stað og stund.

Vel heppnuð Litlu jól framhaldsskólanna

Litlu jól framhaldsskólanna fóru fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 28. nóvember en viðburðurinn var haldinn af umhverfisnefndum MS, FÁ og Tækniskólans. Tilgangur viðburðarins var að fræða nemendur um loftslagsmál með skemmtilegum hætti. Hringrásarhagkerfið var allsráðandi á viðburðinum og hver einasta smiðja úthugsuð frá umhverfissjónarmiði. Viðburðurinn gekk afskaplega vel og söfnuðust 37 þúsund krónur til styrktar Barnaheilla.

Undirritun vegna samstarfs fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu í dag vegna barna í viðkvæmri stöðu í Reykjavík. Yfirlýsingin miðar að því að þróa áfram samvinnu á grundvelli laga og stefnu Reykjavíkurborgar til að tryggja umönnun og vernd barna gegn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Lesa meira...