Fréttir

Kennsla fellur niður fimmtudaginn 5. október 2023

Fimmtudaginn 5. október fellur öll kennsla niður í skólanum og skólanum verður lokað þann dag, vegna starfsdags starfsfólks skólans. Kennt verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 6. október.

Íþróttavika Evrópu í MS

MS tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu #beactive sem styrkt er af Evrópusambandinu. Fjölbreytt dagskrá er í gangi í vikunni, í dag fór fram armbeygjukeppni í frímínútum og í hádeginu verður fræðsla fyrir nemendur frá Sentia. Í kvöld heldur íþróttaráð svo stinger mót. Á föstudag keppa nemendur og kennarar í plankakeppni í frímínútum og svo mætir Þorgrímur Þráinsson til okkar í hádeginu og heldur fyrirlestur.

Matsdagar 26. og 27. september

Hér má sjá dagskrá matsdaga 26.-27. september. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í próf / verkefni á réttum tíma.

Stoðtímar í stærðfræði

Á haustönn er boðið upp á stoðtíma í stærðfræði tvisvar í viku.

Jöfnunarstyrkur

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir Jöfnunarstyrk þann 1. september n.k. vegna námsársins 2023-2024.

Símkerfið liggur niðri

Símkerfi skólans liggur niður vegna bilunar. Unnið er að viðgerðum. Minnum á tölvupóstinn msund@msund.is.

MS-ingar fá styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands

Tveir fyrrverandi nemendur Menntaskólans við Sund fengu í ár styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Lesa meira...

Stundatöflur haustannar tilbúnar

Stundatöflur haustannar tilbúnar, opið fyrir beiðnir um töflubreytingar. Lesa meira...

Móttaka nýrra nemenda fimmtudaginn 24. ágúst

Móttaka nýrra nemenda við skólann verður í Holti, matsal skólans, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 14:00. Nemendur á starfsbraut mæta kl. 13:30. Lesa meira...

Skólinn lokaður mánudag og miðvikudag

Skólinn verður lokaður mánudaginn 14. ágúst og miðvikudaginn 16. ágúst vegna framkvæmda. Skrifstofa svarar þó síma og tölvupóstum þessa daga.