ÞÝSK2ES05 - Málnotkun og menningarlæsi

Færni nemenda í lesskilningi, tali, ritun og hlustun er aukin enn frekar. Megináhersla áfangans er á talþjálfun nemenda. Kennslan fer að mestu leyti fram á þýsku. Leitast er við að efla sjálfstraust nemenda til að tjá sig. Námsefnið er fjölbreytilegt, t.d. léttlestrarefni, bókmenntatextar, fréttatengt efni og kvikmyndir. Farið er dýpra í málfræði eftir þörfum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni og miðla þeim jafnt munnlega sem skriflega. Í lok ársins eiga nemendur að hafa náð kunnáttu upp á stig B1-B2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • notkun tungumálsins í færniþáttunum fjórum við mismunandi aðstæður
  • ólíkum viðhorfum og gildum, hvernig þau móta menninguna þar sem tungumálið er notað og geta tengt þau eigin reynslu, samfélagi og menningu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja mál sem talað er við mismunandi aðstæður og algengustu orðasambönd
  • lesa margs konar gerðir texta og beita mismunandi lestraraðferðum
  • skrifa ýmis konar texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  • tjá sig skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja meginatriði daglegs máls, s.s. samræður og einfalt fjölmiðlaefni
  • skilja megininntak erinda og rökræðna um kunnugleg efni
  • tileinka sér efni ritaðra texta af ýmsu tagi og hagnýta á mismunandi hátt
  • lesa texta af mismunandi formgerðum. Átta sig á afstöðu höfundar og tjá skoðanir sínar á efninu munnlega eða skriflega
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu í texta
  • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel til
  • taka þátt í skoðanaskiptum og eiga frumkvæði að samræðum
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
  • skrifa flóknari og fjölbreyttari texta en áður um ýmis efni
  • tilneinka sér jákvætt viðhorf til Þýskalands, tungumálsins og hafa trú á eigin kunnáttu

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: ÞÝSK1FR05