FJÖL2FF05 - Fjölmiðlafræði

Fjölmiðlafræði er áfangi þar sem farið er yfir þróun og eðli ólíkra miðla, m.a. ljósvakamiðla, prentmiðla, netmiðla og samfélagsmiðla. Velt er upp spurningum um vald og áhrif fjölmiðla á einstaklinginn og samfélagið í heild, m.a. út frá kenningum í félagsfræði. Kynntar eru hugmyndir Marshalls McLuhans um alheimsþorpið og skoðum þær í ljósi samfélagþróunar undanfarin ára. Skoðað er hvort eignarhald fjölmiðla geti haft áhrif á umfjöllun og fréttamat fjölmiðla. Greint er frá ólíkum hlutverkum fjölmiðla, annars vegar til upplýsingar og hins vegar til afþreyingar. Nemendur eiga að greina og meta fjölmiðla út frá ýmsum þáttum, m.a. hlutleysi, réttmæti, sjónarhorni. Mikil áhersla er á að nemendur vinni eigið fjölmiðlaefni og þjálfist í að beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni fjölmiðla. Fjölmiðlar heimsóttir eftir aðstæðum, þannig að nemendur kynnast starfsemi þeirra á vettvangi.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu og þróun ólíkra fjölmiðla
  • starfi og vinnuaðferðum fjölmiðlafólks
  • mögulegum áhrifum fjölmiðla á viðmið og gildi
  • lögum og siðareglum um fjölmiðla
  • úrvinnslu fréttaefnis

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla og vinna úr upplýsingum um fjölmiðla
  • meta hlutlægni og hlutdrægni í fjölmiðlum
  • tengja fræðilega umræðu um fjölmiðla við samfélagið
  • vega og meta ólíkar hugmyndir og kenningar um inntak og áhrif fjölmiðla

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leggja gagnrýnið mat á fjölmiðlaefni
  • skapa sitt eigið fjölmiðlaefni
  • taka þátt í umræðum um fjölmiðlaheiminn með rökstuddum hætti
  • meta eigin frammistöðu og annarra með gagnrýnum hætti

Nánari upplýsingar á námskrá.is